Bjóða Magnús Ólafsson leikara velkominn

xP Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson leikara velkominn

Magnús Ólafsson Ekki er farið í manngreinarálit hjá xP Lýðræðishreyfingunni. Hjá xP eru allir velkomnir. Það eru síðan kjósendur sjálfir sem velja sína þingmenn af lista xP í persónukjöri og engin önnur uppröðun fer fram á listum Lýðræðishreyfingarinnar.

Þetta er ólíkt vinnubrögðum Borgarahreyfingarinnar en þar hafa sjálfskipaðir leiðtogar sem enginn hefur kosið um skipað sjálfa sig í efstu sætin fyrir luktum dyrum í flokksræðislegu bakherbergismakki.

Þegar Ástþór Magnússon lagði til lýðræðisleg vinnubrögð var hann í orðsins fyllstu merkingu borinn út af fundum hreyfingarinnar í Borgartúni og leikhúsinu Iðnó. Nú hefur Borgarahreyfingin hafið ófrægingarherferð gegn Magnúsi Ólafssyni leikara sem einnig vildi að menn sameinuðu kraftana til að koma á lýðræðisbreytingum.

Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson leikara velkominn og er honum boðið sæti á lista xP í Kraganum þar sem kjósendum yrði síðan gefinn kostur á að ákveða það hvort þeir vilja Magnús til starfa á Alþingi Íslendinga. 

xp2.jpg Feiknalegur meðbyr er með framboði xP Lýðræðishreyfingarinnar og búið að safna öllum tilskyldum fjölda meðmælenda í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Nú er verið að klára undirskriftarsöfnun í öðrum kjördæmum og hefur annar hver maður sem leitað er til skrifað undir stuðningsyfirlýsinguna.

xP Lýðræðishreyfingin hefur einnig fengið fjölda nýrra og efnilegra frambjóðenda til liðs við sig síðasta sólarhring eftir að störf þingmanna og ráðherra voru auglýst laus til umsóknar á job.is. Launakjör eru frá um 600,000 krónum á mánuði auk ýmissa fríðinda og sækja má um starfið á slóðinni: http://job.xp.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband