29.3.2009 | 23:16
Silfri Egils verði vikið úr dagskrá RÚV
Ný frétt af frettavakt.is Lýðvarpið FM100.5
Kæra vegna brota Egils Helgasonar og RÚV á útvarpslögum og lögum um Ríkisútvarpið
Þrátt fyrir fyrri kærur sem afrit voru send af til starfsmanna og útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins RÚV, er haldið áfram að brjóta á Lýðræðishreyfingunni sem er því miður að mestu sniðgengin í umfjöllun RÚV. Í dag neyðumst við til að kæra til Útvarpsréttarnefndar þáttinn Silfur Egils og framgöngu Egils Helgasonar starfsmanns Ríkisútvarpsins.
Aðdragandi málsins er að Lýðræðishreyfingin hefur ítrekað óskað eftir aðgangi að þættinum Silfri Egils til að kynna stefnumál samtakanna fyrir þjóðinni, en í þessum þætti hafa margsinnis komið fram fulltrúar annarra framboða. M.a. hafa fulltrúar nýrra framboða komið fram þátt eftir þátt og nú enn aftur í síðasta þætti á meðan Lýðræðishreyfingin er algerlega sniðgengin af Agli Helgasyni.
Egill Helgason hefur gætt þess að við höfum ekki náð til hans í síma en hringt hefur verið frá Lýðræðishreyfingunni meira en 30 sinnum að undanförnu til RÚV og óskað viðtals við Egil og honum sendur fjöldi netpósta. Egill hefur ekki svarað fyrr en s.l. föstudag er þetta skeyti barst:
From: Egill Helgason [ehelgason@simnet.is]
Fri 3/27/2009 4:31 PM
Sæll Ástþór.
Ekki hringja í hana Halldóru, hún ræður engu um hvað er í þættinum.
Ég mun ekki bjóða þér í þáttinn að sinni.
mbk Egill
Silfur Egils er af mörgum talinn einn áhrifamesti og skoðanamyndandi þáttur í ríkisfjölmiðlunum. Því er það algerlega ólýðandi, óverjandi og óásættanlegt að þáttastjórnandinn hampi öðrum framboðum til alþingiskosninga fram yfir önnur. Vegna alvarleika málsins er þess krafist að Útvarpsréttarnefnd hlutist til um að Agli Helgasyni og Silfri Egils verði vikið úr dagskrá RÚV a.m.k. þar til eftir kosningar og að Lýðræðishreyfingunni verði án tafar veittur aukatími í dagskrá RÚV til að kynna sín stefnumál og þannig vegið upp á móti þeim umframtíma sem RÚV hefur veitt öðrum framboðum.
Við munum hafa samband við kosningaeftirlit Öryggis- Samvinnustofnunar Evrópu strax 30. mars til að vekja athygli á ofangreindri kæru til Útvarpsréttarnefndar. Við ítrekum að að verði ekki bætt úr ofangreindri mismunun hjá ríkisfjölmiðlunum hlýtur að vakna sú spurning hvort Lýðræðishreyfingin þurfi að leita aðstoðar Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu til að fá alþingiskosningarnar lýstar ólögmætar, enda er útilokað að hér fari fram óhlutdrægar kosningar undir slíkri fjölmiðlun RÚV.
Virðingarfyllst,
Lýðræðishreyfingin
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Enski boltinn, Spaugilegt, Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook