Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Útrásarvíkingar reyna að stöðva framboð Lýðræðishreyfingarinnar

Lýðræðishreyfingin krefst þess að formanni yfirkjörstjórnar Norður verði vikið úr starfi og rannsókn fari fram á tengslum annarra starfsmanna yfirkjörstjórna við útrásarvíkinga og stjórnmálaflokka.

Eftir að framboði Lýðræðishreyfingarinnar var skilað í gær til yfirkjörstjórnar í Reykjavík Norður sem Erla S. Árnadóttir hrl frá Lögmannsstofunni Lex er í forsvari fyrir, bárust símhringingar til annarra kjörstjórna og reynt að fá þær til að ógilda framboð Lýðræðishreyfingarinnar með því að bera fyrir sig smávægilegan formsgalla sem ekki einu sinni er skýr lagastoð fyrir.

Fyrri oddviti yfirkjörstjórnar Reykjavík Norður Þórunn Guðmundsdóttir hrl braut blað í sögu Íslenskra stjórnmála þegar hún hóf ófrægingarherferð gegn Ástþóri Magnússyni í aðdraganda forsetakosninga 2008 og sagði það "nauðgun á lýðræðinu í landinu" byði Ástþór sig aftur fram í kosningum hér á landi. Lét Þórunn að því liggja að Ástþór hafi blekkt kjósendur í forsetakosningum árið 2004.

Ólafur og Ólafur hala inn frá Katar Lögmannsstofan Lex starfar fyrir Ólaf Ólafsson og Samskip sem Ástþór á nú í málaferlum við eftir að lýsa því yfir að hann vilji að lögregla kanni bókhaldsóreiðu hjá Samskip. Þá hefur Ástþór lýst því yfir í fjölmiðlum að komist hann til áhrifa á Íslandi muni það verða sitt fyrsta verk að sækja Ólaf Ólafsson og aðra þá fjárglæframenn sem hafa sett þjóðina á hausinn og koma þeim í gæsluvarðhald á meðan bankahrunið er rannsakað. Lex hefur einnig starfað mikið fyrir Baugsveldið og aðra útrásarvíkinga.

Eftir að fulltrúar útrásarvíkinganna hringdu í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis birtist frétt á mbl.is í gærkveldi þar sem sett voru fram fullyrðingar af formanni þeirrar kjörstjórnar um lista Lýðræðishreyfingarinnar sem standast ekki og stangast á við lög.

Lýðræðishreyfingin er nú að vinna að kærum og krefst þess að rannsókn fari fram á störfum yfirkjörstjórna. Þá mun Ástþór Magnússon funda með fulltrúum frá kosningaeftirliti Öryggis og Samvinnustofnunar Evrópu um málið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband