Færsluflokkur: Kjaramál

Á launum hjá RÚV í framboðsferð

Formaður Borgarahreyfingarinnar Herbert Sveinbjörnsson er á ferð um landið í kosningabaráttu fyrir Borgarahreyfinguna á launum frá Ríkisútvarpinu.

Á launum hjá RÚV í framboðsferð thumbnailFram kom í fréttum í gær að annar forsprakki samtakanna Gunnar Sigurðsson leikstjóri búsettur í Reykjavík leiðir lista Borgarahreyfingarinnar í því kjördæmi sem hefur mest vægi atkvæði á landsvísu.

Íslenska þjóðin hefur verið blekkt með aðstoð Ríkisútvarpsins og RÚV sem hafa útvarpað og sjónvarpað fundum þeirra félaga á meðan öðrum er meinaður aðgangur að ríkisjölmiðlunum.

Strax á fyrsta fundi Ástþórs Magnússonar með Gunnari Sigurðssyni leikstjóra í lok nóvember 2008 mátti ráða að Gunnar og Herbert stefndu á alþingisframboð.

Ekki ólíklegt að það hafi verið ástæðan fyrir því að þeir félagar létu bera Ástþór út af fundi samtakanna í Borgartúni eftir að hann lagði til lýðræðislegar leikreglur, og aftur úr leikhúsinu Iðnó, en Lýðræðishreyfingin hafði þá þegar tilkynnt um væntanlegt framboð til alþingiskosninga.

Herbert skellti símanum á Ástþór þegar hringt var í hann um skiptiborð RÚV og honum sagt að starfsmenn RÚV héldu að hann væri í vinnunni enda væri Herbert á fullum launum frá Ríkisútvarpinu.

Hlusta á umfjöllun og símtöl hér

Símtalið hér


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband